title

Sameignin

Í sameigninni er eldhús, borðstofa, setkrókur með sjónvarpi og svölum með útsýni yfir dalinn og baðherbergi sem herbergin þrjú deila.

Heitur pottur og auka baðherbergi við heita pottinn.

Við bjóðum næg bílastæði og frítt þráðlaust internet.

Í eldhúsinu er alltaf kaffi, te, Swiss Miss, sykur, púðursykur, haframjöl, morgunkorn, múslí, sultur, pasta, pastasósa, egg og algengustu krydd.

Á morgnanna er ostur og eitthvað nýbakað á eldhúsborðinu þannig að einfalt sé að gera sér góðan morgunmat.

Herbergin

Vestur

Minnsta herbergið, hentar vel einum til tveimur.

Suður

Rúmgott herbergi með frábæru útsýni

Austur

Stórt hjónaherbergi með rómantískum blæ

Vestur

 • Frítt þráðlaust internet
 • Herbergi fyrir 1 (+1)
 • Vaskur á herbergi
Þetta er minnsta herbergið okkar, og hentar í mesta lagi tveimur. Herbergið er útbúið queen-size rúmi og hentar því þeim sem ferðast einir eða vinum sem fynnst gott að kúra!

Suður

 • Frítt þráðlaust internet
 • Herbergi fyrir 2 (+1)
 • Vaskur á herbergi
 • Sófi, borð og stóll
Út um gluggann er frábært útsýni yfir dalinn, árnar, golfvöllinn og fjöllin hinumegin í dalnum. Í haganum fyrir neðan veginn eru hestarnir okkar á beit.

East

 • Frítt þráðlaust internet
 • Herbergi fyrir 2
 • Vaskur á herbergi
 • Stólar og borð
Einn gesta okkar kallaði herbergið „Rómantísku svítuna“, og hefur vafalaust notið dvalarinnar. Útsýnið er til austurs þar sem sjá má fallega sólarupprásina.

Minna-Mosfell Guesthouse | Póstfang: Minna-Mosfell, 271 Mosfellsbær, Iceland | Sími: +354 669 03 66 | netpóstur: booking@minnamosfell.net

Tripadvisor icon Facebook icon