Gullfoss title image

Dagsferðir

Minna-Mosfell Guesthouse er vel staðsett fyrir skemmtilegar dagsferðir.

Við reynum að liðsinna gestum okkar þannig að dagsferðir þeirra séu eins þægilegar og auðið er.

Gestir okkar geta fengið picknic-bakpoka, hitabrúsa og teppi að láni þannig að þeirra máltíðir í náttúrunni verði eftirmynnilegar.

Mosfellsdalur

Afþreying nærri gistiheimilinu

Reykjavík

Höfuðborgin er handan við hornið

Dagsferðir

Fyrir þá sem vilja skoða suðversturland
NorðurljósGljúfrasteinnHestarGolfGönguferðir
Norðurljós - Aurora Borealis
Norðurljósin eru einhver mikilfenglegasta sýning náttúrunnar og sést stundum á norðurhveli þegar dimmt er úti

Minna-Mosfell Guesthouse er vel staðsett til að skoða norðurljósin, hæfilega langt frá borarljósunum svo þau séu sýnileg frá bænum! Myndirnar hér hægra megin (og vídeó upphafssíðunni) eru teknar í bæjartúninu.

Hvenær eru norðuljósin sýnileg?

Erfitt getur verið að spá nákvæmlega fyrir um hvenær þau birtast en nokkur hjálpartól eru á netinu til að aðstoða við það.

Kort með norðurljósaspá má sjá hér hér (uppfært á u.þ.b. 2 tíma fresti).

Mælingar á segulsviði jarðar í Leirvogstungu (sveiflur hér gefa oft til kynna virkni!) má sjá hér. (uppfært á 10 mínútna fresti).

Að sjálfsögðu þarf svo einnig að sjást til himins.

Gljúfrasteinn
Gljúfrasteinn museum
Gljúfrasteinn var heimili nóbelsskáldsins Halldórs Laxness (1902-1998) sem nú hefur verið breytt í safn.

Safnið er staðsett í göngufæri (2,7 km) frá Minna-Mosfell Guesthouse.

Hestar
Laxnes horse farm
Í dalnum eru margir hestar og við á Minna-Mosfell eigum okkar eigin sem gestum okkar er frjálst að vera nærri og klappa.

Laxnes hestaleiga er í göngufæri og þar getur hver sem er skellt sér í útreiðatúr.

Golf
Bakkakots golf course
Bakkakotsvöllur er einungis í nokkur hundruð metra fjarlægð frá Minna-Mosfelli þar sem hægt er að stunda Golf í fögru umhverfi.

Snemma á sumrin, þegar næturnar eru bjartar, er spilað bæði nótt og dag.

Bændamarkaður (Julí-September)
Gljúfrasteinn museum
Hinn hefðbundni bændamarkaður er haldinn á Dalsgarði á laugardögum milli 12:00-13:30. Þar selja bændur úr sveitinni afurðir sínar.

Dalsgarður er í göngufæri frá Minna-Mosfelli. Markaðurinn hefur notið mikilla vinsælda og fleiri leggja leið sína þangað hvert ár.

Gönguferðir í nágreni við Minna-Mosfell
A view from Mosfell-Mountain A view from top of Helgafell mountain Minna-Mosfell with Esja-mountain range in the background A hike in the Mosfellsbær area
Mosfellsdalur er umlukinn fjöllum þar sem finna má vel merktar gönguleiðir.

Eftir gönguferð í náttúrunni er fátt sem getur keppt við ferð í Lágafellslaug sem er einungis 6 km frá Minna-Mosfelli.

Dagur í ReykjavíkEsjan
A day in Reykjavík
Harpa concert house The Sun Voyager A sunset over Reykjavík A day in Reykjavík
Reykjavík er höfuðborg landsins og það tekur aðeins 20 mín að aka þangað frá Minna-Mosfelli.

Í Reykjavík eru margir veitingastaðir og kaffihús og borgin er þekkt sem góð verslunarborg.

En eftir ys og þys borgarinnar er huggulegt að hverfa aftur til rólegheita og hvíldar á Minna-Mosfell Guesthouse.

Esjan
Kistufell Esjuganga Sólarlag á Esjunni The Esja mountain range
Í hugum Reykvíkinga á fjallið Esja sérstakan sess. Vinsælt er að ganga á fjallið og eru uppgönguleiðir margar og bjóða upp á mis erfiðar göngur.

Vinsælast er að ganga frá Mógilsá frá Esjustofu, sem er 6 km/min frá Minna-Mosfelli. Þaðan er gengið á Þverfellshorn sem er í um 760 metra yfir sjó.

Eftir Esjugöngu er fátt betra en að slaka á í einhverri af sundlaugunum í nágrenninu.

Gullni hringurinnSuðurströndinReykjanes og bláa lónið
Gullni hringurinn
Gullfoss Geysir Öxarárfoss Almannagjá Kerið The golden circle
Gullni hringurinn er mjög vinsæll meðal ferðamanna sem vilja skoða íslenska náttúru. Í ferðinni er komið til þriggja megin skoðunarstaða: Þingvalla, Geysis og Gullfoss.

Farið er til Þingvalla um Mosfellsheiði (36). Þaðan er farið til Laugarvatns (365), en á Laugarvatni er m.a. hið nýja gufubað Fontana og einnig ferðamannaverslun og veitingastaður.

Frá Laugarvatni er svo haldið að Geysi og áfram að Gullfossi (37), en á báðum þessum stöðum er þjónusta í boði fyrir ferðamenn. Síðan er farið að Skálholti og að Kerinu (45) og þaðan að Nesjavöllum (36) og að lokum til baka til Minna-Mosfell Guesthouse eftir Nesjavallavegi nr. 435.

Suðurströndin
Skógarfoss Seljalandsfoss Southern Iceland Skógasafn Nesjavellir Folaldadalir Seljalandsfoss
Þetta er frábær dagsferð fyrir náttúruunnendur, með fagurri sýn til fjalla og jökla, fossa og svartra hrauna, sendinna stranda og árifamikilla kletta og dranga. Frá Minna-Mosfelli er ekið Suðulandsveg til Hveragerðis.

Á leiðinni er upplagt að skoða hraunlögin og á Kambabrún er fagurt útsýni allt út til Vestmannaeyja þegar skyggni er gott. Frá Hveragerði er haldið áfram austur um Selfoss, Hellu og Hvolsvöll að Seljalandsfossi, þar sem ganga má bakvið fosssúluna. Þaðan er ekið austur Eyjafjallasveitir sem urðu illa fyrir barðinu á gosi Eyjafjallajökuls 2010. Þar má skoða lítið gossafn. Þegar komið er til Skóga má ganga upp að brún Skógafoss og heimsækja hið frábæra byggðasafn. Fyrir suma væri þetta endastaður dagsferðarinnar, en aðrir kynnu að vilja halda áfram 33 km í fallega sveitaþorpið Vík. Þar eru há fuglabjörg og sjávardrangar og prjónavöruverslunin Vík Prjónsdóttir

Til baka er ekið sömu leið eftir hringveginum (1). Þegar komið er út frá Selfossi má beygja til hægri inn á Biskupstungnabraut (35) og aka nokkurn spöl austur fyrir Sogsbrú, þar til beygt er til vinstri inn á Þingvallaveg (36) sem tekur okkur gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum og áfram yfir Mosfellsheiði að Minna-Mosfell Guesthouse.

The wonders of Reykjanes and the Blue Lagoon
Blue Lagoon Kleifarvatn Reykjanes peninsula Blue lagoon and Bessastaðir
Auðvelt er að upplifa fjölbreytta náttúru Reykjanesskagans og Bláa Lónið í eins dags ferð frá Minna-Mosfell Guesthouse. Bullandi hverir í Krísuvík, ævintýralegar hraunmyndanir, auðnir þar sem geimfarar voru undirbúnir undir að stíga fæti á tunglið, fuglabjörg og einmana vitar og þér gefst kostur á að ganga yfir brúna milli jarðflekanna tveggja sem mætast á Íslandi. Hjá Kvikunni í Grindavík er sýning á menningu og náttúruauðlindum þar sem saga svæðisins og jarðhitanýtingar er rakin.

Í Bláa Lóninu er baðvatnið blandað ýmsum jarðefnum; málmsöltum, kísil og blá grænum þörungum sem hjálpa þér að slappa af eftir annríkan dag.

Þú ferð til baka til Minna-Mosfell Guesthouse sömu leið og þú komst frá flugvellinum í byrjun ferðarinnar.

Minna-Mosfell Guesthouse | Póstfang: Minna-Mosfell, 271 Mosfellsbær, Iceland | Sími: +354 669 03 66 | netpóstur: booking@minnamosfell.net

Tripadvisor icon Facebook icon